VÖRULÝSING
Það er fátt jafn mikilvægt eins og að halda meltingunni í góðu lagi því hún spilar lykilhlutverki í andlegri og líkamlegri heilsu. Lifrin er stærsti kirtill líkamans og gegnir ótal mikilvægum hlutverkum í efnaskiptum. Lifrin er aðal líffærið sem stýrir efnaskiptum. Lífstíll getur haft áhrif á starfsemi og efnaskipti lifrar ss. mikil alkóhólneysla, óhollur matur ss. djúpsteiktur, sykruð- og unnin matvæli.
Góð og heilbrigð melting hefur áhrif á þarmaflóruna sem þróast með okkur í gegnum lífið og verður fyrir áhrifum frá umhverfi okkar. Það má því segja að hún sé eins og eitt stórt líffæri. Engin þarmaflóra er eins og önnur en hlutverk hennar er alltaf það sama; að viðhalda heilbrigði þarmanna og verja líkamann fyrir óvelkomnum örverum. Heilbrigð melting er grunnurinn að góðri heilsu.
Stronger LIVER frá Eylíf inniheldur níutíu hylki í glasi. Best er að taka tvö hylki á dag með mat til að viðhalda heilbrigðum meltingarvegi. Við mælum með því að taka bæði hylkin á sama tíma svo að ekki gleymist að taka seinni skammtinn.
- Stuðlar að viðhaldi eðlilegarar starfsemi lifrar og að eðlilegum fituskiptum. Kólín stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum. Kólín stuðlar að viðhaldi eðlilegarar starfsemi lifrar. Kólín stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar hómósystem (hómósystem er áhættuþáttur æðarsjúkdóma).
- Dregur í sig fituefni í meltingavegi Kítósan eru náttúrulegar trefjar og hafa þann góða eiginleika að draga í sig fituefni í meltingavegi. Þess vegna er mikilvægt að taka D vítamin 2 klst síðar, svo það nýtist líkamanum.
- Öflugur liðsauki fyrir meltinguna og við meltingatruflunum. Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi meltingarenzýma. C vítamín stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum C vítamín stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi. (Kalsíum, C vítamín)
- Góð næring fyrir þarmaflóruna. Varan inniheldur Kítósan sem eru náttúrulegar trefjar úr rækjuskel og hafa rannsóknir sýnt að þarmaflóran nýtur góðs af. Kítósan nærir okkar eigin þarmaflórugerla (Prebiotics).
- Verndar beinin og mýkir húðina. Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna. C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega myndun húðar. Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna (Kalsíum, C vítamín, Magnesíum)
- Góð steinefnaviðbót, kalkþörungarnir innihalda 74 stein- og snefilefni frá náttúrunnar hendi (Kalkþörungar & GeoSilica)
Hér má sjá leyfilegar fullyrðingar innihaldsefnanna frá Matvælastofnun Íslands:
- Kólín stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum.
- Kólín stuðlar að viðhaldi eðlilegarar starfsemi lifrar.
- Kólín stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar hómósystem
- C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina, brjósk og æðastarfsemi
- C vítamín og Joð stuðla að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
- C vítamín stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi
- Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna
- Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og að eðlilegri vöðvastarfsemi
- Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi meltingarenzýma
- Magnesíum og C vítamín stuðla að því að draga úr þreytu og lúa
- Magnesíum stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og að eðlilegri vöðvastarfsemi
- Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna
- Magnesíum stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
Inniheldur 90 hylki sem er 45 daga skammtur
- Mælt er með að taka ekki D vítamín á sama tíma, gott að láta líða 1-2 klst á milli
- Inniheldur skelfisk (kítósan sem unnið er úr rækjuskel)
- Án allra aukaefna
- Frí heimsending innanlands ef keypt er fyrir 7.500 kr eða meira á heimasíðunni
- Framleitt undir GMP gæðastaðli á Grenivík
- Geymist þar sem börn ná ekki til
- Ekki ætlað börnum eða barnshafandi konum
- Ekki skal neyta vörunnar í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu
- Ekki er ráðlagt að taka meira en ráðlagður dagskammtur segir til um þe. 2 hylki á dag
Verður fáanlegt á sömu útsölustöðum og Eylíf vörurnar eru seldar í: Það eru; öll apótek, Hagkaup, Heilsuhúsinu, Krónunni, Fjarðarkaup, Mamma veit best, Melabúðinni, Nettó og hér á heimasíðunni