Ólöf Rún Tryggvadóttir, stofnandi Eylífar, fékk tækifæri til að taka þátt í þýskum heimildaþætti sem var sýnd á báðum ríkissjónvarpsstöðvunum í Þýskalandi. Þátturinn var tekinn upp að hluta í Íslenska Sjávarklasanum og á Fögruvöllum í Landsveit, sveitasetrinu hjá Ólöfu Rún og Jóni Garðari.
Hluti af þættinum fjallar um Ísland, hve vel Íslendingar náðu sér eftir fjármálakrísuna og hamingju Íslendinga. Eylíf fékk örlitla athygli, vonandi nýtist það vörumerkinu síðar til að tengjast þýska markaðinum. Heimildaþátturinn var sýndur á tveimur ríkissjónvarpsstöðunum í Þýskalandi, sem eru líka aðgengilegir í Frakklandi og á Spáni.
Hér er hægt að skoða allan þáttinn, en við erum á mínútu 35:28 ca. í þættinum. https://www.3sat.de/…/wirtschaftsdokumentation…