Samstarf kalks og D-vítamíns er okkur nauðsynlegt og því hvetjum við alla að veita því athygli, alla daga.
Fyrstu daga vetrar þegar frosts verður vart, fyllist bráðamóttakan af brotnu og/eða illa snúnu fólki á ökkla eða handlegg. Ástæðurnar eru mismunandi eins og óhöppin eru mörg og þá fer næringarumræðan í gang um fæðu og fæðubótarefni sem styrkja bein og þá fólk almennt.
Við vitum að það tvennt sem styrkir bein hvað mest er kalk og D-vítamín en spurningin er ávallt hvort við séum að huga að þessum mikilvægu efnum svona almennt. Í mörgum þeim rannsóknum sem við höfum rekist á er rætt á mismunandi máta um samstarf þessara tveggja helstu styrkingarrefni beinanna, rannsóknir sem ávallt vekja athygli okkar og áhuga.
Kalsíum er nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt og þroska beinagrindarinnar. Næg kalsíuminntaka er mikilvæg til að ná hámarksbeinmassa sem breytir hraða beinataps er tengist öldrun.[1] Hlutverk kalsíums í beinheilsu hefur verið mikið skoðað í gegnum tíðina. Því miður er verulegur hluti fólks ekki að ná ráðlögðum kalsíuminntöku í sumum af hinum vestrænu löndum [2]. Spurningin er því alltaf hvort við séum að huga að þessum þætti næringarinnar, á öllum aldri.
Náttúrulegt D-vítamín er að finna í mjög fáum matvælum, því þarf að taka það inn með öðrum hætti eins og t.d. með vítamínum frá Eylíf. Skortur á D-vítamíni einkennist af ófullnægjandi steinefnamyndun. Hjá börnum leiðir alvarlegur D-vítamínskortur til ófullnægjandi steinefnamyndunar í beinagrindinni sem veldur beinkröm, en hjá fullorðnum leiðir það til steinefnagalla í beinagrindinni sem veldur beinþynningu. Að auki þegar D-vítamínstaðan er lág, hafa rannsóknir sýnt fram á að við það eykur losun kalsíums úr beinagrindinni sem aftur eykur hættuna á beinþynningu [3]
Það er því sérlega mikilvægt að gæta að D-vítamínbúskapnum því það getur haft áhrif á kalkið og saman geta þau tvö haft áhrif á beinheilsu okkar. Kalk og D-vítamín er öflugt par að hafa með sér í liði, allan ársins hring og höfum við hjá Eylíf lagt mikla áherslu á þessa góðu tvennu í okkar vörum.
Eylíf vörurnar innihalda engin aukaefni og eru hreinu íslensku gæðahráefnin í aðalhlutverki, við styrkjum blöndurnar með ýmsum vítamínum til að innihaldið nýtist sem best.
Stronger BONES inniheldur uppbyggjandi næringarefni með margra ára rannsóknir að baki sem sýna fram á virkni fyrir beinauppbyggingu. Þau eru m.a. kalsíum, magnesíum og D-vítamín.
Active JOINTS er sérhönnuð blanda sem inniheldur íslensk næringarefni einnig með margra ára rannsóknir að baki með kalsíum, magnesíum og D-vítamín sem sýna fram á góð áhrif fyrir bein, liði og tennur.
Því er svo við að bæta að í báðum þessum vörum eru íslenskir kalkþörungar hafa leitt í ljós skv. rannsóknum að þeir vinna að því að styrkja beinin, eru bólguhamlandi og vinna gegn beinþynningu.[4] Íslensku kalkþörungarnir eru svo magnaðir að þeir innihalda 74 stein- og snefilefni frá náttúrunnar hendi. Hægt er að skoða þá nánar hér.
Heimildir:
[1] National Institutes of Health. Optimal calcium intake. NIH Consens Statement. 1994;12:4
[2] Cashman KD. Calcium intake, calcium bioavailability and bone health. Br J Nutr. 2002;87:S169–77
[3] Institute of Medicine. Dietary reference intakes: calcium, magnesium, phosphorus, vitamin D, and fluoride. Washington, DC: National Academy Press; 1997.
[4] Murphy, Martin, Doolan O.fl. 19.mars 2014.The Marine-derived, Multi-mineral formula, AquaPT Reduces TNF-a Levels in Osteoarthritis Patients. Journal of Nutritional Health & Food Science Symbiosis.