Hefurðu velt því fyrir þér hversu magnaðir kalkþörungarnir eru?
Ekki nóg með að þeir innihaldi 74 stein- og snefilefni frá náttúrunnar hendi t.d. magnesíum, kalsíum, selen, kopar, sink, járn ofl., heldur hafa rannsóknir sýnt að þeir minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, komi í veg fyrir þyngdaraukningu kvenna á meðan á tíðahvörfum þeirra stendur og hafi almennt jákvæð áhrif á líkamsstarfssemina.
Kalkþörungar og tíðahvörf kvenna
Í einni af þeim rannsóknum sem okkur hafa borist um styrk kalkþörunga var meðal annars fjallað um áhrif þeirra á tíðahvörf kvenna. Þar var sérstaklega skoðað hvort inntaka kalkþörunga og D-vítamíns á meðan á breytingarskeiðinu stendur, geti haft áhrif á þyngdaraukningu kvennanna. Niðurstaðan gaf til kynna að svo sé, að það geti komið í veg fyrir þyngdaraukningu og það finnst okkur mjög góðar fréttir.
Kalkþörungar og háþrýstingur
Þá var einnig kannað hvort kalkþörungar gætu haft áhrif á konur með háþrýsting og kom í ljós að töluverð fylgni var þarna á milli. Blóðþrýstingurinn lækkaði hjá þeim mörgum við það eitt að auka inntöku á kalkþörungum en hjá þeim sem voru með eðlilegan blóðþrýsting voru engin áhrif að finna. Þetta vilja rannsakendur meina að bendi til þess að kalkþörungar hafi verndandi áhrif á hjarta- og æðakerfið.
Heilsan er dýrmætust
Við hjá Eylíf veitum heilbrigðu líferni og næringu athygli, enda teljum við að heilsan sé dýrmætust. Við skoðum rannsóknir og þær sem við höfum fundið um kalkþörunga gefa til kynna jákvæð áhrif þeirra á líkamsstarfssemina. Og sé C og D3-vítamíni bætt við eflist blandan svo um munar. Kalkþörungarnir eru aðalhráefnin í tveimur af vörum okkar í Active JOINTS, Stronger BONES og einnig nýtum við þá í Happier GUTS vörurna.
Öflug og hrein íslensk gæða hráefni
Það er ánægjulegt að fá staðfestingar á virkni þeirra efna sem við notum í heilsuvörurnar hjá Eylíf. Kalkþörungarnir okkar vaxa villtir við strendur Vestfjarða og finnast helst í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Þeir eru týndir neðansjávar á allt að 24 metra dýpi. Þetta eru náttúrulegir, gæða kalkþörungar sem svara kalli nútímans um heilbrigðan lífsstíl.
Við höfum lagt okkur fram við að setja saman öflug efni í vítamínin okkar og Stronger BONES er þar engin undantekning. Stronger BONES frá Eylíf inniheldur m.a. kalkþörunga og kísil frá GeoSilica sem nýtir kísilinn frá affalli heita vatnsins á Hellisheiðarvirkjun. Náttúruleg og hrein íslensk hráefni ásamt D3-vítamíni, mangan og sinki, rík af kalki, magnesíum og stein- og snefilefnum.
Að taka inn vítamín sem styrkir beinin er nauðsynlegt öllum sem vilja fyrirbyggja beinþynningu og viðhalda beinþéttni sinni. Við tökum hlutverk okkar alvarlega og höfum þess vegna lagt okkur fram við að velja saman bestu mögulegu hráefnin í okkar framleiðslu. Stronger BONES er metnaðarfull blanda sem leggur sitt af mörkum við uppbyggingu og viðhaldi sterkra beina. Kalkþörungar sem eru í vörum Eylífar eru mjög kalkríkir og innihalda einnig 74 stein- og snefilefni frá náttúrannar hendi. Þeir vaxa villtir á sjávarbotni Arnarfjarðar og eru nýttir til mann- og dýraeldis. Við bætum einnig við kísil frá GeoSilica því gott er að bæta upp það magn kísils sem ekki næst úr almennri fæðu. Svo að lokum til þess að efnin nýtist sem best þá bætum við einnig C og D3 vítamín við blönduna til að kalkið í kalkþörungunum nýtist betur. Eylíf vörurnar sem innihalda kalkþörunga eru: Active JOINTS, Stronger BONES og Happier GUTS
Leyfilegar heilsufullyrðingar:
D vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfssemi. Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna. Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna. C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina, brjósk, góma, tanna, húðar og æðastarfsemi.
Heimildir:
Cronin, Allsopp, Slevin. O.fl..2015.Effects of Supplementation with calcium-rich marine-derived multi-mineral supplement and short-chain fructo – oligosaccharides on serum lipids in postmenopausal women. British Journal of Nutrition (2016).