Skip to main content

Hamingjusamt, jákvætt fólk er talið lifa lengur og njóta betur. Íslendingar eru taldir með hamingjusömustu þjóðum í heimi og eru margar ástæður jafnt sem getgátur uppi um þá niðurstöðu.

Þessi hugmynd um að hamingjusamt og jákvætt fólk lifi lengur hefur þó verið í umræðunni frá örófi alda. Þannig taldi Aristóteles að hamingjan væri merking og tilgangur lífsins, hún væri það sem manneskjan stefndi að alla ævi og markaði að lokum endalokin. Hann taldi einnig að dygðugt líferni og hófsemi væri lykillinn að hinu góða lífi.

Góð heilsa og jákvætt hugarfar

Rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli góðrar heilsu og þess að vera með jákvætt hugarfar. Að hamingjusamt fólk veitir því frekar athygli hve heilsan sé dýrmæt og hættir frekar til að borða heilbrigðar ásamt því að huga betur að hreyfingu. Og þar sem ekki verður við því komið að fá öll næringarefni úr fæðunni velur slíkt fólk sér fæðubótarefni og vítamín til að stuðla að góðri heilsu. Niðurstöður rannsóknar hjá The Academy of Psychosomatic Medicine sýnir fram á að það séu marktæk tengsl á milli jákvæðra sálfræðilegra eiginleika (einkum jákvæðni) og hjartasjúkdóma.  Að með því að vera jákvæður séu minni líkur á hjartasjúkdómum (1).

Það ætti því að gefa auga leið að með jákvæðnina og bjartsýnina að vopni veljum við hollari lífshætti.

Svefn og jákvætt hugarfar

Til að viðhalda jákvæðu hugafari er góður svefn nauðsynlegur. Þeir sem ekki huga að hvíldinni eru því líklegri til að vera þreyttir og neikvæðir. Niðurstöður nítján mismunandi rannsóknir hjá Oxford háskóla með heildarmengi upp á 1.932 dæma bentu sterklega til að svefnleysi hafi áhrif á virkni og framgang manneskjunnar. Og það sem meira er, að skap manneskjunnar sé meira undir áhrifum svefnleysis en annar hugrænn eða hreyfanlegur árangur. (2)

Hamingjusöm og heilbrigð

Það má því með sanni segja að jákvætt hugarfar sé lykillinn að góðri heilsu og heilbrigðu lífi. Til að svo megi vera þarf að veita jákvæðninni athygli og því hvernig maður vill eldast og njóta lífsins, alltaf. Með jákvæðni, góðri hvíld og næringu í fyrirrúmi, byggjum við því upp til framtíðar og verðum ekki bara með hamingjusömustu þjóðum í heimi heldur einnig þeim heilbrigðustu.

[1] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/22748749/

(2) https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/8776790/

Viltu fá send tilboð og fréttir frá Eylíf?

Komdu á póstlistann hjá Eylíf og fáðu 15% afslátt af fyrstu pöntun. Við sendum reglulega tilboð og fréttir