Skip to main content

 

Jákvæð áhrif hreyfingar eru margvísleg

Hefurðu velt því fyrir þér hvað þú getur gert mikið fyrir þig og þína heilsu bara með því að hreyfa þig eitthvað? Í nútíma þjóðfélagi er ávallt verið að kalla eftir hreyfingu hjá fólki, benda á mikilvægi hreyfingar og í ný uppfærðum ráðleggingum Landlæknis[1] um hreyfingu er fólk hvatt til að skoða venjur sínar og koma hreyfingu inn í sína daglegu rútínu.  Þar segir orðrétt:

,,Hreyfingin þarf ekki að vera tímafrek eða erfið til að hafa jákvæð áhrif. Öll hreyfing telur og betra er að hreyfa sig lítið eitt en ekki neitt”.

Ráðleggingarnar eru settar skilmerkilega upp og áhugavert er að skoða til að mynda sóknarfæri í hreyfingu[2]. Þar er rætt um hvernig við getum hreyft okkur við hin daglegu störf, þegar við ferðumst á milli staða, í frítíma sem og hvernig hægt er að minnka daglega kyrrsetu.

Hvað er hreyfing?

Í ráðleggingum landlæknis er hreyfing skilgreind eftirfarandi[3]:

  • Tími – hversu lengi hreyfing er stunduð í hvert skipti, samanlagður tími yfir daginn og samanlagður tími í hreyfingu á viku.
  • Tíðni – hersu oft hreyfing er stunduð
  • Tegund – hvers konar hreyfing er stunduð
  • Ákefð – hversu erfið hreyfingin er – til dæmis röskleg (miðlungserfið) eða kröftug (erfið)

Hreyfing er ekki flókin

Hreyfing getur verið að taka stigann frekar en lyftuna, leggja lengra frá nú eða fara í göngutúr í hádeginu ef ekki er tækifæri til þess þegar heim er komið. Gott er að setja hreyfingu inn í dagskrá dagsins, hliðra til verkefnunum svo hægt sé að komast út eða ganga stigann í 10 mínútur þrisvar  sinnum á dag. Hreyfing þarf nefnilega hvorki að vera flókin né fyrirferðarmikil. Að setja markið á að hreyfa sig 30 mínútur á dag er lítill hluti af þeim 1440 mínútum sem í sólarhringnum eru.

Á Heilsuveru er að finna fínar styrktaræfingar sem hægt er að gera bæði heima og að heiman. Þar er bent á að það þarf ekki að kosta mikið að styrkja vöðvana og ekki heldur mikinn tækjabúnað[4].

Við fæddumst með útlimi til að hreyfa okkur

Þessa skemmtilegu fyrirsögn er að finna á grein um hreyfingu sem Geir Gunnar Markússon, ritstjóri vefsíðu NLFI skrifar inn á vef NLFI[5]. Þar bendir Geir Gunnar á forvarnagildi hreyfingar, að við séum einfaldlega að minnka lífsgæði okkar með hreyfingarleysi. Þar listar hann jafnframt upp þá sjúkdóma sem við getum dregið verulega úr líkum á með hreyfingu einni saman, fer yfir hvað er hæfileg hreyfing og gefur hugmyndir að hreyfingu ásamt því hvernig hægt er að skipuleggja sig til að minnka líkurnar á að við sleppum henni.

Daglegur göngutúr getur haft svo margvísleg heilsubætandi áhrif

Með því að setja daglegan göngutúr inn í rútínuna sína þá fást svo margvísleg heilsubætandi áhrif á líkamann.

Má helst nefna:

  • bætir heilastarfsemi
  • bætir skap
  • jafnar blóðþrýsting
  • styrkir mjaðmirnar
  • kemur í veg fyrir blóðtappa
  • styrkir ökklana
  • styrkir liði og liðamót
  • styrkir handleggi og magavöðva

Heilsan er dýrmætust

Við hverjum öll til að hreyfa sig, hlúa að sér, næra sig og vera kát. Þetta þarf ekki að vera flókið. Skilaboðin eru alls staðar þau sömu, að hreyfing bæti lífsgæði og dregur úr líkum á sjúkdómum og viljum við ekki hafa heilsu til að njóta okkar ævina á enda? Dagleg hreyfing er mikilvæg heilsuvernd 

Góður vítamínbúskapur byggir upp og eflir hreyfigetu. Og að sjálfsögðu getum við ekki sleppt því að benda á hvernig hægt er að efla forvarnir með vítamínum. Við hjá Eylíf segjum að heilsan sé dýrmætust, tökum undir með Landlækni og hverjum þeim sem mælir með hreyfingu og tökum heilshugar þátt í heilsueflingu með hágæða vítamínum úr íslenskri náttúru.  Við bjóðum upp á Active JOINTS sem hefur reynst fólki vel að ná betri hreyfifærni, þar sem innihaldsefnin virka vel til að liðka líkamann til aukinnar hreyfifærni. Margir hafa deilt sínum reynslusögum og má skoða þær hér.

Heimildir:

[1] https://island.is/hreyfing-radleggingar-landlaeknis

[2] https://island.is/hreyfing-radleggingar-landlaeknis/soknarfaeri

[3] https://island.is/hreyfing-radleggingar-landlaeknis/hreyfing-skilgreining

[4] https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/hreyfing/aefingar-heima-og-ad-heiman/styrktaraefingar/

[5] https://nlfi.is/heilsan/hreyfing-vid-faeddumst-med-utlimi-til-ad-hreyfa-okkur/

Viltu fá send tilboð og fréttir frá Eylíf?

Komdu á póstlistann hjá Eylíf og fáðu 15% afslátt af fyrstu pöntun. Við sendum reglulega tilboð og fréttir