Skip to main content

 

 

Það var sannur heiður þegar stofnandi Eylífar, Ólöf Rún Tryggvadóttir, fékk tækifæri til að kynna Eylíf fyrir 100 manna hópi á vegum Entrepreneur’s Organization (EO) í Hörpunni 9.febrúar sl. Hópurinn var frá öllum heimshornum en flestir voru frá Bandaríkjunum. Hópurinn samanstendur af frumkvöðlum sem hafa komið sínum fyrirtækjum vel á veg og sem hafa náð góðum árangri.

Entrepreneur’s Organization er stuðningsnet fyrir 17.500+ frumkvöðla frá yfir 60+ löndum. Samtökin hjálpa frumkvöðlum að ná fram fullum möguleikum sínum með krafti tengsla, reynslu og lærdómi sem þau vinna saman að. EO skapar rými fyrir meðlimi sína til þess að geta átt uppbyggjandi samræður og lært hver af öðrum með því að deila reynslu sinni, árangri og mistökum. EO Exploration er ferðaupplifun sem er hönnuð fyrir alþjóðlega meðlimi þeirra til að sökkva sér að fullu í menningu og viðskiptarekstur landsins.

Samtökin standa að góðgerðastarfsemi í hvert skipti sem samtökin heimsækja nýtt land og fékk Ólöf að velja góðgerðarfélag á Íslandi sem fær 500 USD greitt til sín í nafni Eylíifar. Ólöf valdi samtökin Gleym mér ei, sem styðja við foreldra sem misst hafa ungabörn.

Alls voru 7 íslensk fyrirtæki sem fengu að kynna sína starfsemi, hin fyrirtækin voru: Íslenski Sjávarklasinn, Marel, 66 Norður, Pure North, GeoSilica og Sóley.

Hér er hægt að sjá nánar um EO samtökin á heimasíðu þeirra.

Ólöf Rún stofnandi Eylífar

Leave a Reply

Viltu fá send tilboð og fréttir frá Eylíf?

Komdu á póstlistann hjá Eylíf og fáðu 15% afslátt af fyrstu pöntun. Við sendum reglulega tilboð og fréttir