Við hjá Eylíf erum svo sannarlega heppin að fá hana Rósu Maríu Óskarsdóttur til starfa sem sölu- og markaðsfulltrúa. Hún hefur gríðarlega góða þekkingu og mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum af heilsuvörumarkaðinum til margra ára.
Áður hefur Rósa María starfað hjá Yggdrasill, Icepharma, iceCare og Artasan. Hún mun sjá um sölu- og markaðseftirlit á innanlandsmarkaði og markaðsmál í samstarfi við stofnanda Eylífar.