Eylíf stækkar, í mars bættist við ný og spennandi vara frá Eylíf. Nýja varan Happier GUTS er fyrir meltinguna og inniheldur íslensk gæðahráefni. Það eru: Liposan (inniheldur enzým úr rækjuskel), kalkþörungar, GeoSilica kísilinn, íslensk fjallagrös og svo styrkjum við blönduna með meltingarensýmum, C vítamíni, joði, sink og króm.
Í mars fengum við til liðs við okkur fyrsta starfsmanninn sem er ráðin inn. Hún heitir Majda Smojver og er frá Króatíu. Hún mun vinna við vöruþróun á nýjum og spennandi nýjungum frá Eylíf sem verða kynntar til leiks seinni hluta ársins.

Til vinstri er Majda Smojver fyrsti starfsmaður Eylífar og Ólöf Rún Tryggvadóttir stofnandi Eylífar.