Heilsan er dýrmætust
Hugsjónin að baki Eylíf er ástríðan fyrir góðri heilsu. Við trúum því að fólk geti stuðlað að betri og bættri heilsu með því að hugsa vel um sitt eigið líf, lífstíl og heilsu. Því að við erum hvert og eitt okkar eigin heilsusmiðir.
Við bjóðum vörur sem innihalda hrein íslensk gæðahráefni frá sjálfbærum auðlindum og hafa staðfesta verkun með rannsóknum. Hráefnin koma frá framleiðendum víða um land og eru vörurnar framleiddar á Grenivík.
Íslensku hráefnin eru:
- Kalkþörungar sem innihalda 74 stein- og snefilefni frá náttúrunnar hendi
- Smáþörungar (Astaxanthin) öflug andoxun
- GeoSilica kísillinn sem er mjög steinefnaríkur
- Kollagen eitt helsta byggingarefni brjósks og húðar
- Kítósan (ensým úr rækjuskel) sem eru náttúrulegar trefjar
- Íslenskar jurtir handtíndar víða um land
Vörurnar eru miðaðar inn á ákveðna virkni ss.
- Active JOINTS er fyrir liðina
- Stronger BONES er fyrir beinin
- Smoother SKIN & HAIR er fyrir húð og hár
- Happier GUTS er fyrir meltinguna
- Stronger LIVER til að styrkja starfsemi lifrar
Við trúum því að fólk geti læknað sig sjálft með bættri hegðun og breytingu á háttum sem tengjast bæði líkamlegum og andlegum þáttum, því við erum öll okkar eigin heilsu- og gæfusmiðir. Við höfum lagt metnað okkar í setja saman stuttar en hnitmiðaðar greinar um heilsutengd málefni, endilega skoðið hér.
Vörurnar fást í öllum apótekum, í stórmörkuðum ss. Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni, Nettó og á hér vefsíðunni.
Góðir hlutir gerast hægt
Ólöf Rún Tryggvadóttir er stofnandi vörulínunnar Eylíf. Hugmyndin að vörulínunni Eylíf kom til út frá því að Ólöfu langaði til að setja saman þau frábæru hráefni sem eru framleidd eru á Íslandi frá hreinum náttúrulegum auðlindum sem hafa sjálfbærni, þannig er ekki verið að ganga á auðlindirnar. Með því að búa til vörulínuna Eylíf þá auðveldar það aðgengi fólks að öllum íslensku gæðahráefnunum sem eru framleidd hér. Við stefnum síðar á að selja Eylíf vörurnar erlendis en við byrjum á heimamarkaði að sjálfsögðu.
Grunnstoðir góðrar heilsu:
-
- Svefninn er mikilvægasti grunnur að góðri heilsu.
- Jákvætt hugarfar skiptir öllu máli, fólk getur stýrt líðan með hugarfari.
- Heilbrigt mataræði, sem samanstendur að hreinum mat sem er ekki unninn nema heima í eldhúsinu.
- Fjölbreytt hreyfing daglega er lífsnauðsynleg.
Við mælum með því að fólk finni sína leið sjálft að betri heilsu
Við mælum með því að fólk finni sína leið sjálft að betri heilsu því að við erum eins misjöfn og við erum mörg. Við mælum með að fólk finni það sem hentar því til að öðlast betri líðan.
Ólöf Rún er lyfjatæknir og viðskiptafræðingur með starfsreynslu af heilsuvörumarkaðinum til 30 ára, bæði sem starfsmaður í apóteki, heildverslun og við rekstur eigin fyrirtækis til margra ára.
Hún er eiginkona, móðir þriggja fullorðinna barna og amma.
Ólöf greindist árið 2002 með Hodgkins eitlakrabbamein og hefur góða reynslu af því að beita huganum í að stýra líðan og ná bata í krabbameinsmeðferðinni.
Hún hefur óbilandi trúa á að hver sé sinnar gæfu smiður og að hver og einn geti stjórnað sinni eigin heilsu með réttu hugarfari og hegðun. Hún trúir því að hver og einn geti borðað og hreyft sig til góðrar heilsu.
Ólöf stundar hestamennsku sér til ánægju, hreyfir sig reglulega, stundar hugleiðslu, borðar hreinan mat og sneiðir framhjá sykri, mjólkurvörum, kjöti og ruslfæði.
Hún hefur mikinn áhuga á skógrækt og landgræðslu og getur auðveldlega gleymt sér í sveitastörfum.
Hægt er að hafa samband við Ólöfu á netfanginu [email protected] ef einhverjar fyrirspurnir eru.
Mottóið okkar er.. “Vel skal til vanda sem lengi skal standa”
Það tekur langan tíma og margra manna álit og ráðleggingar til að stofna eigin vörulínu. Hugmyndin kveiknaði 2016 en vinnan við undirbúning byrjaði snemma árs 2018 og tók 2 ár í þróun og undirbúningi.
Fyrstu tvær vörurnar komu á markað í janúar 2020, það voru Active JONTS og Stronger BONES. Síðar sama ár eða í október kom Smoother SKIN & HAIR og í mars 2021 kom fjórða varan á markað, Happier GUTS. Samtals eru komnar fjórar vörur á markað í Eylíf vörulínunni og sú fimmta Stronger LIVER kom á markað í janúar 2022.
Með góðra manna aðstoð var valinn maður í hverju hlutverki, sérfræðingar hver á sínu sviði.
Eylíf vörumerkið og heitið á vörunum var fundið hjá SAHARA sérfræðingum í markaðsmálum, sem sáu einnig um að gera myndböndin fyrir okkur.
Eylíf nafnið tengist þeirri hugmyndafræði að nýta hrein hráefni frá eyjunni okkar fallegu, eyjunni og lífið okkar á henni til eilífðar, því við nýtum hráefni sem framleidd eru með sjálfbærum hætti.
Hugarflugshópurinn var ómetanlegur í byrjun ferlisins og voru það, Rósa María, Sirrý, Gíslína, Unnur Valborg, Edda og Katrín sem komu að því, allt miklar kanónur af þessum markaði.
- Matís sérfræðingarnir Rósa og Sophie tóku að sér að hanna samsetninguna á hverri vöru í samstarfi við Ólöfu.
- Rúna Magnúsdóttir tók að sér markþjálfun og halda Ólöfu við efnið.
- Ingibjörg Gréta Gísladóttir sá um greinaskrif ásamt Rakel Jónsdóttur.
- Rakel Jónsdóttir sá um að þýða allt efnið á síðunni yfir á ensku.
- Cat Gundry sér um ljósmyndatöku á Eylíf.
- Elsa Nielsen hjá Kontor Reykjavík, sá um hönnun á útliti vörulínunnar.
- Sigríður Rún grafískur hönnuður, sér um alla hönnun á markaðsefni Eylifar.
Sérfræðingar hjá Pharmarctica á Grenivík tók að sér formúleringu og samsetningar í prófun á fyrstu prufulotunum. Framleiðslan er í þeirra höndum því þar eru miklir reynsluboltar á ferð og fagfólk í hverju horni. Þórunn I. Lúthersdóttir er í fararbroddi í þróun og samsetningum á Eylíf vörunum hjá þeim. Vörurnar eru framleiddar með GMP gæðastaðli hjá Pharmarctica á Grenivík.
- Parlogis sér um að koma vörunum á sinn stað á markaðnum.
- Markaðssetning í höndum Ólafar í samstarfi við SAHARA.
Sem sagt sérfræðingar í hverju horni.
Við mælum með að fylgjast vel með umræðunni um heilsuna og eru td nokkrir vefir sem við mælum með, Heilsan okkar, Heilsutorg og Heilsuvera halda úti góðum síðum um heilsutengd málefni. Við fylgjumst líka heimasíðunni sem Harvard háskólinn heldur úti og fjallar um heilsu og lausnir við ýmsum vandamálum, sjá hér.
Einnig erum við með nokkrar greinar á síðunni okkar um heilsu og hægt er að finna þær hér.
iceCare health ehf., er fyrirtækið sem á og rekur Eylíf vörulínuna.