Öll viljum við vera heilbrigð, eldast vel og líta vel út á hverju því aldursskeiði sem við erum á. Eitt af því fyrsta sem við tökum eftir er hvernig húðin breytist með árunum en við getum hjálpað henni að viðhalda stinnleika og fyllingu og þar kemur kollagen við sögu.
Kollagen er eitt mikilvægasta uppbyggingarprótein líkamans, það fyrirfinnst í húð, beinum, vöðvum, og sinum. Orðið collagen kemur úr grísku og merkir fyrri hluti þess eða „colla” lím en „gen” að framleiða.
Kollagen ásamt elastín eru til að mynda mikilvæg prótín í miðlagi húðar okkar, leðurhúðinni. Kollagen er nauðsynlegt til að hún haldi stinnleika sínum og fyllingu, en elastín til að hún haldist teygjanleg, nái upprunalegri stöðu þótt potað sé eða klipið í hana.
Sagt er að eftir tvítugt minnki kollagen framleiðsla líkamans um 1% á ári. Þetta veldur því að húðin verður þynnri og viðkvæmari. Utanaðkomandi áhrif eins og reykingar, mengun og sólarljós hafa einnig mikil áhrif. Þetta dregur úr stinnleika húðarinnar, hún verður slappari og finna konur sérstaklega fyrir þessu eftir breytingaskeiðið.
Kollagen er því meðal allra mikilvægustu próteina í bandvefjum líkamans en þeir tengja saman líffæri og ýmsa vefi líkamans. Kollagen er sterkt, svo sterkt að það getur verið sterkara en stál en einnig mjög sveigjanlegt. Það er því nauðsynlegt að tryggja líkamanum kollagen á öllum æviskeiðum.
Rannsóknir hafa sýnt fram á ágæti þess að bæta kollageni við fæðuna, það er jafn sjálfsagt að bæta á kollagen búskap líkamans og að bursta tennurnar. Með því stuðlum við að heilbrigðari húð og bindum vefi líkamans traustar saman í gegnum bandvefinn. Svarið við spurningunni hvort að kollagen sé sexí er því játandi því hver vill ekki ljóma af heilbrigði?
Smoother SKIN & HAIR frá Eylíf inniheldur kollagen ásamt astaxanthin (smáþörungar) og góðri blöndu af vítamín og steinefnum sem hafa sannað ágæti sitt fyrir húð, hár og neglur.
[1] Þuríður Þorbjarnardóttir. „Geta kollagen og elastínþræðir í snyrtivörum haft áhrif á hrukkumyndun?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2017. Sótt 27. desember 2019. http://visindavefur.is/ svar.php?id=68109.
[2] Suzan Obagi. „Why does skin wrinkle with age? What is the best way to slow or prevent this process?” Scientific American, 26. september 2005. Sótt 27. desember 2019. https:// www.scientificamerican.com/article/why-does-skin-wrinkle-wit/
[blog_posts style=”normal” columns=”3″ columns__md=”1″ cat=”71″ image_height=”56.25%”]