Tíu íslensk sprotafyrirtæki fengu tækifæri til að kynna sínar vörur á viðburði sem bresk-íslenska viðskiptaráðið skipulagði og bauð aðilum frá breska markaðinum.
Það voru fjárfestar og aðilar frá breska smásölumarkaðinum sem sóttu viðburðinn. Íslenska sendiráðið í London stóð að þessu með viðskiptaráðinu, Íslandsstofa var einnig þátttakandi.
Fyrirtækin sem tóku þátt voru: Eylíf, Dropi, GeoSilica, SagaNatura, Feel Iceland, Primex, Íslensk Hollusta, Sóley Organics og Lýsi.
Það var heiður að fá að taka þátt í þessum flotta viðburði og sendum við frá Eylíf bresk-íslenska viðskiptaráðinu, bestu þakkir fyrir frábæra skipulagningu og skemmtilega samveru.