Skip to main content

Lýðheilsa er samkvæmt skilgreiningu samheiti yfir heilsuvernd og forvarnir. Það nær því bæði yfir líkamlega og andlega heilsu ásamt því hvernig við getum unnið að því að fyrirbyggja margskonar sjúkdóma.

Dagleg hreyfing

Hreyfing er öflug forvörn ásamt næringu og hún þarf hvorki að vera flókin né kostnaðarsöm. Regluleg hreyfing eins og þrjátíu mínútna göngutúr á dag er til dæmis góð og ódýr leið og með því að fara hana í góðum félagsskap nærirðu þig á fleiri en einn veg. Inn á Heilsuveru er til að mynda að finna grein um beinþynningu þar sem farið er yfir ýmis atriði sem hægt er að gera til að minnka líkurnar á henni. Regluleg hreyfing er þar á meðal, göngur og styrktaræfingar ásamt því að borða næringarríkan mat, taka inn D vítamín og kalk. 

Svefninn

Svefninn er grunnstoð góðrar heilsu og því er svo mikilvægt að passa vel upp á að fá nægan svefn, halda góðri rútínu og reglu með svefninn. Við mælum með að hlusta á Dr. Erlu Björnsdóttur sem heldur úti vefsíðunni www.betrisvefn.is Hún er sérfræðingur um svefn, hvernig á að undirbúa svefninn og hversu mikilvægur svefninn er fyrir heilsuna.

Lífsnauðsynleg fæðuviðbót,  D vítamín og kalk

Ófáir hafa rætt um gagnsemi D-vítamíns eins og Hallgrímur heitinn Magnússon, læknir.  Í erindi sem hann flutti á aðalfundi Heilsuhringsins sem haldinn var í Norræna húsinu í apríl 1989 sagði hann að ástæðan fyrir því að við þurfum vítamín og snefilefni er að nútíma meðhöndlun á fæðu veldur því að vítamín og snefilefni tapast úr henni þegar við eldum og jafnvel þegar við frystum fæðuna eyðileggjum við vítamín. Hallgrímur talaði hispurslaust um D-vítamínskort sem hann tengdi við marga helstu heilsukvilla sem hrjáði okkur. Hann benti einnig á að við þyrftum mikið af t.d. kalki og var óspar við að benda á hve matarræðið skipti miklu máli í heilsu okkar of að vinna matinn sjálf frá grunni væri grunnur að heilbrigði og hollum venjum

Íslensk framleiðsla, náttúruleg fæðuviðbót

Kalkþörungar eru unnir úr hafinu við Ísland og nýtum við hjá Eylíf þá m.a. í okkar vítamín og fæðubótarefni. Vörurnar okkar, Active JOINTS og Stronger BONES inniheldur bæði kalk og D-vítamín. Þrjár töflur / hylki daglega teljast til um 100% ráðlagðs dagskammt af kalki en 100% af D3 vítamíni, auk annarra hágæða efna til fæðubóta.

Með því að gæta að næringarbúskapnum og stunda reglulega hreyfingu, huga vel að svefninum þá  bætum við lífsgæði okkar, stuðlum að heilbrigði sál í hraustu líkama sem og andlegu jafnvægi. Þetta er ekki flóknara en það. Við hjá Eylíf leggjum okkar að mörkum til að svo megi verða með heilnæmu, náttúrulegu fæðubótarefni sem byggir upp og bætir næringarbúskapinn sem aftur stuðlar að líkamlegu og andlegu jafnvægi.

Viltu fá send tilboð og fréttir frá Eylíf?

Komdu á póstlistann hjá Eylíf og fáðu 15% afslátt af fyrstu pöntun. Við sendum reglulega tilboð og fréttir