Ólöf Rún Tryggvadóttir, stofnandi Eylífar var í viðtali á Mbl.is sem var birt á Skírdag, 28.mars 2024.
Hér er birtur hluti af viðtalinu, hægt er að lesa viðtalið í fullri lengd hér.
Ólöf Rún telur það aldrei of seint að byrja á einhverju nýju, svo lengi sem ástríðan býr að baki verkefninu.
„Kveikjan að Eylíf heilsuvörulínunni var á ákveðnum tímapunkti í lífi mínu. Árið 2017 seldi ég fyrirtækið mitt sem ég var búin að byggja upp frá grunni í tæp átta ár með mikilli vinnu og miklu álagi. Eftir söluna þá hugsaði ég með mér að ég þurfi að hafa eitthvað að gera, þá rúmlega 50 ára gömul. Þetta snýst alltaf um brennandi áhuga og ástríðu. Mig langaði alltaf að búa til vörulínu úr íslenskum hráefnum og raungerðist það smám saman frá árinu 2018 og Eylíf varð til,“ segir Ólöf Rún
Hrein íslensk hráefni
Aðspurð hver hugmyndin að Eylíf hafi verið segir Ólöf að hún viti það af eigin reynslu að heilsan sé dýrmæt. „Ég hef brennandi áhuga á heilsutengdum málefnum og mig langaði að bjóða upp á öflugar blöndur úr þessum frábæru íslensku hráefnum sem framleidd eru um allt land og auka þannig aðgengi almennings að þessum gæðaefnum til að leggja grunninn að betri heilsu. Einnig vildi ég auka virðið fyrir viðskiptavininn, með því að blanda saman nokkrum öflugum hráefnum í eina vöru, þannig að viðskiptavinurinn fær meira fyrir peninginn.
Nafnið á Eylíf vörulínunni hefur þýðingu, en við erum að vísa í lífið á eyjunni okkar fögru til eilífðar, þar sem við notum hráefni frá sjálfbærum auðlindum,“ segir Ólöf og bætir við að Eylíf heilsuvörurnar innihalda hrein íslensk hráefni og eru tvö til fjögur íslensk grunnhráefni í hverri vöru.
„Við styrkjum blöndurnar með nokkrum vítamínum til að auka virkni þeirra. Vörurnar bera heiti sem vísar beint í virkni þeirra, til dæmis er Active JOINTS fyrir liðina, Happier GUTS er fyrir meltinguna, Stronger BONES styrkir beinin, Smoother SKIN & HAIR er fyrir húð og hárvöxt, og að lokum styrkir Stronger LIVER bæði starfsemi lifrar og meltinguna. Þannig einföldum við og auðveldum viðskiptavinunum valið því það er mikil samkeppni á heilsuvörumarkaðinum.“