Skip to main content

Hefurðu veitt jákvæðu hugarfari athygli? Hvað það þýðir í raun og veru að vera jákvæður að jafnaði frekar en neikvæður? Hvaða áhrif það hefur á andlega og líkamlega heilsu?

Margar rannsóknir hafa leitt í ljós að jákvæð hugsun og jákvæðar áherslur, geti létt á þunglyndi og kvíða og að hamingjusamt fólk lifi lengur, sé heilbrigðara og árangursríkara. Jákvæð sálfræði (e. positive psychology) er ung fræðigrein sem varð til árið 1998 í Bandaríkjunum og styður þessar kenningar. Ef við veitum jákvæðum staðhæfingum meiri athygli en þeim neikvæðu erum við komin á sporið.

Jákvæðar staðhæfingar og sjónsköpun

Í rannsókn sem framkvæmd var af Kings College í London og niðurstöður birtar í the Journal of Behavior Research and Therapy í mars 2016, voru þátttakendur, allt einstaklingar með kvíðaröskun, beðnir um að setja jákvæðar staðhæfingar fram í stað þess sem olli þeim kvíða. Notaðar voru mismunandi jákvæðar aðferðir en þeir sem sáu jákvæða útkomu fyrir sér og notuðu sjónsköpun fundu fyrir meiri hamingju, urðu rólegri og kvíðinn minnkaði.

Bros sem verkfæri

Í annarri rannsókn af svipuðum meiði hjá University of Kansas var kannað hvort fólk upplifði minna stress með því að brosa á meðan það vann að erfiðu stressvaldandi verkefni, brosa án tilefnis og nota þannig brosið sem verkfæri í að leysa verkefnið. Þar skilgreina rannsakendur bros í tvo flokka; annars vegar bros sem framkvæmd eru með vöðvunum í kringum munn og hins vegar bros framkvæmd með vöðvunum í kringum munn og augu eða með öllu anditinu. Niðurstöður þessarar rannsóknar leiddu í ljós að þátttakendur upplifðu minna stress ef þeir brostu á meðan þeir unnu hin stressvaldandi verkefni jafnvel þótt þeir hreyfðu varirnar eingöngu með vöðvunum í kringum munninn.

Smiler

Að lokum er gaman að geta þess að íslenskur hjúkrunarfræðingur og listakona, Helga Birgisdóttir eða Gegga eins og hún kallar sig, hefur í mörg ár framleitt Smiler sem er hálsmen í laginu eins og bros sem auðvelt er að setja upp í munn þannig að það teygist á vörunum og úr verður bros. Gegga segir að Smilerinn sé verkfæri gleðinnar en bendir jafnframt á að ef þú brosir fimm sinnum á dag þá breytirðu lífi þínu til hins betra á 90 dögum. Hún hefur kosið Smilera mánaðarins í mörg ár, þar sem hún þakkar viðkomandi fyrir jákvæða umræðu og áhrif og gefur Smiler. Hluta ágóðans gefur Gegga síðan í góðgerðarmál. Það er auðvelt að nýta bros og jákvæðar hugsanir sér til heilsubótar. Rannsóknir sýna, svo ekki verður um villst, að með því að veita jákvæðninni athygli og brosa eflir þú andlega heilsu og stuðlar um leið að betri líkamlegri heilsu.

Viltu fá send tilboð og fréttir frá Eylíf?

Komdu á póstlistann hjá Eylíf og fáðu 15% afslátt af fyrstu pöntun. Við sendum reglulega tilboð og fréttir