Stofnandi Eylífar, Ólöf Rún Tryggvadóttir, fékk hvatningaverðlaun fyrir frumkvöðlastarf hjá alþjóðasamtökum kvenna, GLOBAL WIIN 2024.
Ráðstefnan og hátíðin var haldin í London og hefur verið frábært að kynnast konum frá öllum heimshornum þessa daga og fræðast um allt sem viðkemur frumkvöðlastarfsemi.

Ólöf flutti stutt erindi um mikilvægi þess að skrá vörumerkið á þeim mörkuðum sem félagið stefnir inn á í framtíðinni.

Frá viðurkenningarhátíðinni